Erlent

Hörð átök í Fallujah

Hörð átök brutust út í borginni Fallujah í Írak í nótt. Yfirmenn herliðs Bandaríkjamanna og Íraka lýstu því yfir í gær að þeir hefðu náð borginni á sitt vald og brotið að mestu niður andstöðu. Þrátt fyrir það hundelti herlið þeirra uppreisnarmenn í Fallujah í nótt og hörðum loftárásum var haldið úti á skotmörk þar sem talið var að uppreisnarmenn haldi til. Eftir nokkurra daga samfelld átök í borginni hefur andastaða í Írak við aðgerðirnar haft það í för með sér að uppreisnarmenn hafa færst í aukana á víða um landið. Skemmdir á borginni Fallujah eru gífurlegar eftir árásirnar og íbúar borgarinnar eru flestir farnir burt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×