Erlent

Dauðadómum fækkar mjög

Dauðadómar hafa ekki verið færri í Bandaríkjunum í 30 ár en þeir voru á síðastliðnu ári. Þetta er þriðja árið í röð þar sem fækkar á dauðadeildum fangelsa vestan hafs. Alls voru 144 fangar dæmdir til dauða í fyrra, sem er meira en helmingi minna en meðaltal tíu ára þar á undan. Þykir þetta benda til þess að auknar kröfur séu gerðar um það að ekkert fari á milli mála í þeim tilvikum þar sem menn eru dæmdir til dauða, en eins og kunnugt er hafa fjölmargir saklausir menn fengið dauðadóm, sem ekki hefur verið breytt fyrr en að þeim öllum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×