Erlent

Dóttir keisarans trúlofast

Einkadóttir japönsku keisarahjónanna mun tilkynna um trúlofun sína á næstu vikum. Unnustinn er almúgamaður og því missir prinsessan alla sína konunglegu titla. Sayako prinsssa er 35 ára gömul og fuglafræðingur að mennt. Hún starfar á rannsóknarstofu, í grennd við Tokyo, og hefur meðal annars rannsakað veirur sem valda hinni svokölluðu fulgflensu. Tilvonandi eiginmaður hennar er þrjátíu og níu ára gamall, opinber emnbættismaður, og þau hafa þekkst síðan þau gengu saman í skóla, sem börn. Hann heitir Hirojuki Hosoda og er almúgamaður. Samkvæmt reglum japönsku hirðarinnar mun Sayako missa konunglega titla sína, og réttindi, með því að kvænast honum. Keisarahjónin hafa þegar lagt blessun sína yfir ráðahaginn. Sayako á tvo bræður, Naruhito krónprins, sem er fjörutíu og fjögurra ára gamall, og Akisihno, sem er þrjátíu og átta ára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×