Erlent

Sókn hernámsliðsins heldur áfram

Harðir bardagar geisa nú í borginni Fallujah í Írak. Hátt í fimmtán þúsund hermenn Bandaríkjamanna og Íraka héldu í nótt áfram sókn sinni inn í borgina og mæta þar harðri andstöðu. Árásinni er beint gegn uppreisnarmönnum úr röðum súnníta en talið er að nokkur þúsund þeirra séu í Fallujah. Bandarískir og írakskir embættismenn stefna að því að brjóta niður mótstöðu í landinu og tryggja frið fyrir kosningarnar sem haldnar verða í janúar. Fregnir voru að berast af mikilli sprengingu í stjórnsýsluhverfinu í Bagdad og sagt er að allt að 45 manns hafi fallið í sjálfsmorðssprengingu í Bakúba í morgun. Ennfremur var varðstöð stjórnarhermanna í Kirkuk, í grennd við helstu olíuvinnslusvæðin, sprengd fyrir stundu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×