Barist hús úr húsi 9. nóvember 2004 00:01 Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Barist var hús úr húsi í Falluja í gær, á öðrum degi stórsóknar bandarískra og íraskra hermanna gegn vígamönnum sem hafa hreiðrað um sig í borginni. Bandaríkjaher beitir skriðdrekum, þyrlum og stórskotaliði gegn vígamönnum sem treysta á að vera snöggir í snúningum, koma nokkrum skotum á andstæðinga sína og hverfa svo á brott. Vígamenn komu sér fyrir í húsum og skutu þaðan á hersveitir sem sóttu fram, komu sér svo á brott og fundu sér annað skjól áður en bandarískar þyrlur og skriðdrekar jöfnuðu húsin við jörðu. Um leið og færi gafst á nýjan leik skutu þeir á hermenn þangað til tími var kominn til að leita skjóls annars staðar. Læknar kvörtuðu undan því að þá skorti hjálpargögn til að gera að sárum allra þeirra sem hafa þurft að leita sér hjálpar eftir að hafa orðið fyrir barðinu á bardögum. Gömlu kvikmyndahúsi var breytt í skurðstofu eftir að helsta sjúkrahús borgarinnar féll í hendur íraskra hermanna á mánudag. "Okkur skortir lyf, rafmagn, vatn og eldsneyti," sagði Hachem al-Issawi læknir. Talsmenn Bandaríkjahers sögðust hafa náð þriðjungi borgarinnar á sitt vald í gær. Vígamenn vísuðu því á bug og sögðu enn barist í útjaðri borgarinnar. Þeir óbreyttu borgarar sem enn eru eftir í borginni héldu sig flestir innandyra. Flestir flýðu borgina áður en árásin hófst á mánudag. Enn eru þó fjöldi manna, kvenna og barna í borginni, 30 til 60 þúsund að mati Bandaríkjahers, allt að hundrað þúsund að mati íraskra stjórnvalda. Í það minnsta þrettán létust í sprengjuárás við slysamóttöku eins stærsta sjúkrahúss Bagdad. Hryðjuverkamenn höfðu stolið lögreglubíl, hlaðið hann af sprengjuefnum, keyrt upp að sjúkrahúsinu og sprengt hann í loft upp. Árásin á vígamenn í Falluja hefur valdið deilum innan írösku bráðabirgðastjórnarinnar. Einn af flokkum súnní-múslima, Íslamski flokkur Íraks, hætti þátttöku í stjórninni í gær og ráðherra úr hans röðum sagði af sér.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira