Erlent

Górillan Lísa yngir upp

Górillan Lísa, sem býr í dýragarði í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, hefur verið harmi slegin síðan hún missti maka sinn, Max, í maí í vor. En hún getur nú tekið gleði sína á ný. Górilluhjónabandsmiðlari hefur nefnilega fundið henni annan lífsförunaut, Makakó, sem verður fluttur frá Þýskalandi til Suður-Afríku á morgun. Lísa er 33 ára og yngir verulega upp með því að bindast Makakó því hann er 16 árum yngri en Max og 14 árum yngri en hún. Ungi kærastinn verður settur í einangrun fyrst um sinn en eftir einn og hálfan mánuð getur hann vonandi hreiðrað um sig í búrinu hjá Lísu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×