Sport

Mileta að verða klár

Eins og Fréttablaðið greindi frá í vikunni er Serbinn Momir Mileta genginn til liðs við Grindvíkinga og mun leika með þeim út sumarið. Félagaskipti eiga aðeins eftir að ganga í gegn og þá er málið frágengið. Fréttablaðið hafði samband við Ingvar Guðjónsson, formann knattspyrnudeildar Grindavíkur, vegna þessa og þetta hafði hann að segja um málið: "Það á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum og við væntum þess að hann spili með liðinu í næstu umferð en þá mætum við Víkingum á útivelli. Mileta er í góðu formi og við væntum mikils af honum enda höfum við í hyggju að klifra ofar í töflunni. Ef hann nær að standa sig eitthvað í líkingu við það sem hann gerði með ÍBV sumarið 2000 þá styrkir hann lið okkar án efa mikið," sagði Ingvar Guðjónsson. Grindvíkingar sögðu í gær upp samningunum við Slavisa Kaplanovic og Aleksander Petkovic og fara þeir af landi brott á morgun



Fleiri fréttir

Sjá meira


×