Menning

Aðgerð gegn aukakílóum

Þeir sem gengist hafa undir aðgerð á maga og þörmum í þeim tilgangi að losa sig við aukakílóin eiga á hættu að verða fyrir taugaskaða í kjölfar aðgerðinnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem gerð var við sjúkrahús í Minnesota og fjallað er um rannsóknina á fréttasíðu BBC. Rannsóknin sýnir að nokkrir sjúklingar kvarta undan sársauka, doða og ertingu eftir að hafa látið minnka á sér magann og stytta þarmana. Rannsakendur telja líklegast að skemmdirnar orsakist af vannæringu vegna þess að líkaminn er ekki eins hæfur til að taka upp næringarefni eftir aðgerðina. Hægt er að koma í veg fyrir þessi vandræði með réttu fæðuvali í kjölfar aðgerðar. Í rannsókninni kemur fram að einn af hverjum sex sem gengust undir svona aðgerð urðu fyrir taugaskaða að einhverju leyti. Þeir sjúklingar sem höfðu fengið stífa ráðgjöf og eftirfylgni varðandi fæðuval áttu yfirleitt ekki við vandamál að stríða.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.