Viðskipti innlent

Algengt gigtarlyf tekið af markaði

Í ljós hefur komið að gigtarlyfið Vioxx getur valdið aukinni hættu á hjarta- og æðabilun. Framleiðandi lyfsins tilkynnti í gær að hætt yrði að selja lyfið. Á bilinu eitt þúsund og fimm hundruð og tvö þúsund Íslendingar taka lyfið Vioxx reglulega. Að sögn Eggerts Sigfússonar, deildarstjóra í heilbrigðis- og tryggingarráðuneytinu, hefur notkun á lyfinu hérlendis minnkað á síðustu misserum. Tölur ráðuneytisins sýna að um sjö af hverjum eitt þúsund Íslendingum hafa tekið lyfið. Þetta þýðir að hér á landi eru hátt í tvö þúsund manns sem hafa tekið lyfið. Pétur Gunnarsson, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun, segir að lyfið hafi verið skráð hér á landi árið 1999. "Það er mikil notkun á þessu lyfi hér á Íslandi og í raun um heim allan," segir Pétur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×