Erlent

Rice tekur við af Powell

Condoleezza Rice er sögð verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna, eftir að Colin Powel sagði af sér. Rice hefur verið þjóðaröryggisráðgjafi í stjórnartíð George Bush og er náinn vinur fjölskyldu forsetans. Hún er talin tilheyra herskárri armi stjórnarinnar, en Powell aftur á móti hinum hófsamari. Heimildir herma að Steven Hadley, aðstoðarþjóðaröryggisráðgjafi, taki við embætti Rice. Rice er fimmtug og starfaði fyrst í þjóðaröryggisráðinu í stjórnartíð Bush eldri. Frekari uppstokkun verður á ríkisstjórn Bush því þrír aðrir ráðherrar hafa sagt af sér. Davíð Oddson, utanríkisráðherra, mun eiga fund með Powel í dag um framtíð varnarsamnings Íslands og Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×