Erlent

Munntóbak er krabbameinsvaldandi

Notkun munntóbaks eykur áhættuna á krabbameini í munni og briskirtli um allt að 67%, að því er ný könnun sem gerð var í Noregi hefur leitt í ljós. Könnunin var gerð á vegum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og niðurstaða hennar gengur þvert á aðrar kannanir sem gerðar hafa verið um munntóbak, þar sem talið var að það fylgdi því ekki aukin krabbameinsáhætta að nota slíkt tóbak. Munntóbak, eða snus, er gríðarvinsælt í Skandinavíu. Briskirtilskrabbamein er eitthvert ill-læknanlegasta krabbamein sem um getur þar sem aðeins um tvö prósent þeirra sem greinast með slíkt krabbamein lifa lengur en fimm ár eftir sjúkdómsgreiningu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×