Erlent

Stríðsglæpir í Fallujah?

Bandarískir og íraskir herforingjar segjast endanlega hafa náð borginni Falluja á sitt vald, en mannréttindasamtökin Amnesty International fullyrða að Bandaríkjamenn hafi framið stríðsglæpi í borginni. Bandarísk hernaðaryfirvöld rannsaka nú hvort landgönguliðar hafi brotið alþjóðasáttmála um hernað þegar einn þeirra skaut dauðvona og vopnlausan andspyrnumann í höfuðið, þegar landgönguliðarnir réðust inn í Mosku í borginni fyrir helgi og skildu svo nokkra helsærða andspyrnumenn þar eftir. Bandarískar sjónvarpsstöðin NBC hefur undir höndum myndband sem sýnir atburðinn. Borgin er sögð nánast rústir einar og eru nær allir íbúar hennar flúnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×