Erlent

Bretar banna reykingar á börum

Breska ríkisstjórnin íhugar nú að banna reykingar á flestum opinberum stöðum, þar með talið börum og veitingahúsum. Ef tillögur stjórnarninnar verða samþykktar verður bannað að reykja á um 90% allra breskra bara. Reykingar hafa þegar verið bannaðar á Írlandi og í Noregi. Smáríkið Butan hefur hins vegar gengið allra lengst því þar hefur verið ákveðið að banna sölu á tóbaki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×