Erlent

700 kíló falin í smokkfiski

Lögreglan í perú gerði í dag upptæk rúm 700 kíló af kókaíni, sem komið hafði verið fyrir í frosnum risasmokkfiski, sem átti að flytja til Mexikó og þaðan til Bandaríkjanna. Umbúðir efnisins voru þaktar pipri, til að villa um fyrir fíkniefnahundum. Talið er að unnt hefði verið að fá vel á annan milljarð króna fyrir efnið í götusölu. Sjö menn voru handteknir vegna málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×