Erlent

Ætla ekki að opinbera skýrslur

Skýrslur um heilsu Jassers sáluga Arafats dagana áður en hann lést, verða ekki birtar nema fjölskylda hans gefi samþykki fyrir því. Þetta segir utanríkisráðherra Frakklands. Fyrr í dag fór forsætisráðherra Palestínu, Ahmed Qurei, fram á það að Frakkar gerðu skýrslurnar opinberar, en þarlend yfirvöld segjast ætla að fara að lögum og afhenda nánustu fjölskyldu Arafats skýrslurnar og ekki þrýsta á hana að gera þær opinberar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×