Erlent

Hvattir til uppgjafar

Iyad Allawi, forsætisráðherra Íraks, hvatti andspyrnuhreyfingu sjíta-múslima til að leggja niður vopn fyrr í dag en þeir hafa barist hatrammlega við hernámsliðið í nokkrum borgum Íraks í dag. Hann hvatti þá jafnframt til að ganga til liðs við „pólitíska framþróun“ landsins eins og það er orðað í erlendum fréttamiðlum. Bandaríkjamenn hertóku borgina Najaf rétt fyrir hádegi í dag. Hundruð manna hafa fallið í átökunum sem hófust síðasta fimmtudag. Þá létust um sjötíu manns og hundrað og fimmtíu særðust í loftárásum Bandaríkjamanna gegn vígamönnum í borginni Kut í suðurhluta Íraks.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×