Einn skór úr átján bútum 30. október 2004 00:01 "Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum. Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
"Við smíðum skóna frá grunni. Það geta verið allt upp í 15-18 bútar í einum skó," segir Lárus Gunnlaugsson sjúkraskósmiður sem starfar hjá Össuri. Þar tekur hann á móti öllum sem þurfa að láta sérsmíða á sig skó og auk hans eru fjórir menn í vinnu við skósmíðarnar. Lárus útskrifaðist sem meistari í skósmíði 1982 og fór svo að áeggjan starfsmanns hjá Össuri í tveggja ára nám til Jököping í Svíþjóð til að læra smíði sjúkraskóa. "Það er alltaf ákveðinn fjöldi einstaklinga sem þarf á sérsmíðuðum skóm að halda," segir hann og byrjar að reikna. "Ætli það séu ekki framleidd svona um 700 pör á ári á Íslandi?" Hann segir misjafnar ástæður fyrir því að menn þurfi sérsmíðaða skó. "Sumir eru með einhverja fötlun sem útheimtir sérsmíðaða skól, aðrir þurfa breiðari skó en fást á markaðinum eða stífari sóla." Lárus upplýsir að sérsmíðaðir skór kosti á bilinu 100 til120 þúsund. "En ef maður reiknar tímavinnuna sem getur verið frá 24 upp í 36 klukkutíma þá er kaupið ekki mjög hátt," segir Lárus. Bætir við að barnaskór séu ódýrari, eða á 60-75 þúsund. Einnig nefnir hann að þróunin í Evrópu sé þannig að farið sé að fjöldaframleiða stuðningsskó fyrir börn sem séu mun ódýrari. Hann segir viðskiptavininn velja sér skó eftir myndum sem honum séu sýndar. "Stundum kemur hann með mynd af ákveðnum skóm sem hann hefur hug á að eignast og við reynum að verða við slíkum óskum, þó með heilsufarið í huga fyrst og fremst," segir Lárus að lokum.
Atvinna Mest lesið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira