Blair óvænt til Bagdad 21. desember 2004 00:01 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fór í óvænta heimsókn til Bagdad í gær og fundaði með Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnar landsins. Þetta var þriðja heimsókn Blairs til Íraks og sú fyrsta síðan Saddam Hussein var handtekinn fyrir ári síðan. Með heimsóninni sagðist hann vilja leggja sitt af mörkum til að kosningarnar í Írak verði haldnar í janúar eins og stefnt er að. Á blaðamannafundi með Allawi sagði Blair að það væru aðeins tveir valkostir í Írak eins og sakir standa, lýðræði eða ógnarstjórn og það væri skylda Vesturlanda að aðstoða íraskan almenning að verða lýðræðisríki. Blair hitti starfsmenn undirbúningsnefndar kosninganna fyrir skömmu en stuttu síðar voru þrír þeirra dregnir úr bifreið sinni í Bagdad og myrtir. Hann segist hafa tjáð þeim að þeir væru hetjur hins nýja Íraks því þeir legðu líf sitt að veði til að stuðla að því að íraska þjóðin hefði örlög sín í eigin hendi. Blair varði þátttöku Breta í árásinni á landið og veru áttaþúsund breskra hermanna þar. Hann sagði að í fyrsta lagi myndi vera erlendra hermanna flýta fyrir uppbyggingu íraska hersins sem mun leysa hernámsliðið af hólmi. Í öðru lagi væru möguleikarnir fyrir Írak miklir og ef það tækist að gera Írak að stöðugu og lýðræðislegu ríki hefði það góð áhrif í Miðausturlöndum sem hefðu á endanum góð áhrif á alla heimsbyggðina. Allawi sagði á fundinum með Blair að íraska bráðabirgðastjórnin sé staðráðin í að halda kosningar í næsta mánuði þrátt fyrir að sumir leggi til að þeim verði frestað sökum stigvaxandi ofbeldis og sagði að það hefði verið gert ráð fyrir að það myndi magnast þegar nær drægi kosningum. Blair flaug til Bagdad frá Jórdaníu í gærmorgun en af öryggisástæðum var heimsóknin ekki tilkynnt fyrirfram. Eftir fundinn með Allawi hélt hann áleiðis til Basra og heilsaði upp á breska hermenn þar. Bush Bandaríkjaforseti fór síðast til Íraks fyrir rúmu ári.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira