Erlent

Powell í Mið-Austurlöndum

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er kominn til Ísraels þar sem hann hyggst reyna að endurvekja friðarferlið þar. Palestínumenn vona og vilja að hann hlutist til um að Ísraelsstjórn standi ekki í vegi fyrir forsetakosningum á svæðum Palestínumanna, en þær eru fyrirhugaðar eftir um einn og hálfan mánuð. Ísraelsmenn hafa lofað að kalla hersveitir frá hlutum Vesturbakkans til að liðka fyrir kosningum. Óvíst er nákvæmlega hver skilaboð Powells verða í dag, en heimsókn hans þykir til marks um að Bandaríkjastjórn hyggist nú, eftir fráfall Jassirs Arafats, taka virkan þátt í friðarferlinu á ný. Búist er við að eftirmaður Powells, Condoleezza Rice, núverandi þjóðaröryggisráðgjafi, muni halda starfinu áfram á nýju ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×