Erlent

Meira en 50 handteknir

Fleiri en fimmtíu voru handteknir í rassíu lögreglunnar gegn mafíunni í suðurhluta Ítalíu í morgun. Meðal þeirra sem eru í haldi eru þingmaður og fjöldi annarra stjórnmálamanna. Nokkur fjöldi kaupsýslumanna er einnig í haldi, en mennirnir eru allir grunaðir um tengsl við skipulagða glæpastarfemi, peningaþvætti og fjárkúgun. Einnig leikur grunur á að stjórnmálamenn hafi hlutast til um að verktakasamningar féllu fyrirtækjum tengdum mafíunni í skaut gegn því að kjósendum væri komið á kjörstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×