Erlent

5 létust í skotbardaga veiðimanna

Fimm létu lífið og þrír eru í lífshættþegar til skotbardaga kom milli dádýraveiðimanna í skóglendi nærri litlu þorpi í Wisconsin í gærkvöld. Bardaginn varð einungis sólarhring eftir að veiðitíminn hófst. Einn maður hóf að skjóta á þrjá veiðimenn eftir að þeir vísuðu honum burt af merktu veiðisvæði. Þeir kölluðu á aðra veiðimenn til aðstoðar en maðurinn skaut einnig á þá eftir að hann var yfirbugaður. Skotmaðurinn komst undan en villtist í skóginum og þurfti aðstoð annarra veiðimanna til að rata þaðan aftur. Þeir gátu vísað á manninn sem var handtekinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×