Erlent

Verkfalli rútubílstjóra lokið

Verkfalli rútubílstjóra í Finnlandi er lokið. Það stóð í tvær vikur. Samgöngur voru að komast í samt horf í gær en einhverjir hnökrar voru þó á þeim. Talið er að þær verði komnar algjörlega í lag í dag. Rútubílstjórarnir fóru í verkfall til að gagnrýna breytta stefnu fyrirtækjanna sem þeir starfa hjá, sérstaklega fjölgun hlutastarfa. Fyrirtækin hafa nú orðið við kröfum bílstjóranna. Verkfallið hófst í borgunum Espoo og Vantaa, en hafði einnig áhrif í Helsinki og fleiri borgum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×