Erlent

Kerry meiri hetja segir Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna, viðurkenndi í gær að ekki væri hægt að bera saman herþjónustu sína og andstæðings hans í forsetakjörinu, Johns Kerrys; Kerry hefði sýnt meiri hetjuskap. Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er að stórum hluta farin að snúast um herþjónustu frambjóðendanna. Kerry hlaut fimm heiðursmerki fyrir framgöngu sína í Víetnam-stríðinu en andstæðingar hans hafa reynt að gera lítið úr því og segja hann ekki hafa átt þau skilið. Bush þverneitar að hafa staðið að baki þessari ófrægingaherferð og hefur fordæmt slíkar auglýsingar. Í viðtali á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC í gærkvöld sagði Bush að það væri meiri hetjudáð að berjast í Víetnam eins og Kerry hefði gert en að fljúga orustuþotum eins og hann sjálfur hefði gert. Myndin sýnir Bush á kosningafundi í Lima í Ohio í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×