Menning

Tuttugu og einn erlendur gestur

"Veðurguðirnir tóku vel á móti gestum Bókmenntahátíðar," segir Halldór Guðmundsson, formaður stjórnar Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar.

Hátíðin var sett í sjöunda sinn í gær við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu. Óhætt er að segja að sjaldan eða aldrei hafi jafn margir þekktir samtímarithöfundar verið gestir hátíðarinnar. Að sögn Halldórs vakti ræða kanadíska rithöfundsins Margaret Atwood hvað mesta athygli á setningarathöfninni en henni varð tíðrætt um málfrelsi rithöfunda. Hún sagði meðal annars að ferð sín til Þingvalla hefði veitt sér mikinn innblástur.

Dagskrá Alþjóðlegu bókmenntahátíðarinnar er glæsileg og af þekktum erlendum gestum hennar má nefna Paul Auster, Lars Saaby Christensen, Nick Hornby og James Meek svo aðeins fáir séu nefndir. Hægt er að kynna sér dagskrána á vef hátíðarinnar, bokmenntahatid.is, og rétt er að benda á að í sérstöku rithöfundaspjalli er hægt að spyrja gesti hátíðarinnar spjörunum úr um verk þeirra og skoðanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.