Öruggur sigur Lemgo
Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hófst í gær þegar Wilhelmshavener tók á móti Lemgo. Lemgo hafði yfirburði í leiknum og sigraði 34-25. Gylfi Gylfason skoraði eitt mark fyrir Wilhelmshavener og Ásgeir Örn Hallgrímsson sem lék í gær sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni skoraði eitt mark fyrir Lemgo.