Sakar frjálslynda um ósannindi 5. júní 2005 00:01 Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira
Gunnar Örn Örlygsson þingmaður segir formann Frjálslynda flokksins fara með ósannindi í yfirlýsingum um brotthvarf hans úr flokknum þegar hann fullyrðir að hvergi hafi gætt misræmis í málefnalegum áherslum milli Gunnars og þingflokksins. Hann vísar til bréfs sem hann skrifaði formanninum 18. nóvember síðastliðinn. Í því segist Gunnar ekki eiga samleið með flokknum nema til grundvallarbreytinga komi á störfum hans. Hann segir flokkinn hafa einangrað sig frá almennri umræðu um þjóðmál og telur honum líkt við gamla Alþýðubandalagið vegna upphrópana í hvert sinn sem talsmenn fyrirtækja opni munninn. "Flokkurinn er miklu frekar vinstri sinnaður en nokkurn tímann hægra megin við miðju. Flokkurinn hefur elt skottið á Steingrími og Össuri frá fyrsta degi þessa kjörtímabils," segir í bréfinu. Í Gullkistunni, málgagni Frjálslynda flokksins, sem út kom í gær biður Guðjón A. Kristjánsson formaður flokksmenn afsökunar á brotthvarfi Gunnars og segir sinnaskipti hans hafa komið mjög á óvart "því tveim tímum áður höfðum við rætt saman um þátttöku hans í eldhúsdagsumræðu daginn eftir, 10. maí". Gunnar Örn segir fullyrðingar Guðjóns og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar, varaformanns frjálslyndra, rangar um að hvergi og aldrei hafi bólað á málefnalegum áherslumun milli hans og þeirra. "Báðir hafa ítrekað komið fram og fullyrt þessi ósannindi. Það verða þeir að eiga við sig og getur varla talist þeim til framdráttar. Ég bið kjósendur Frjálslynda flokksins afsökunar á hverflyndi þeirra sem eftir sitja í veikum þingflokki frjálslyndra," segir Gunnar Örn og telur flokkinn hafa brugðist kjósendum sínum. Þá gefur hann lítið fyrir vangaveltur um tímasetningu úrsagnar sinnar og áréttaði að Guðjón hefði fyrstur fengið að vita af ákvörðun sinni. Þó freistandi hafi verið segist Gunnar hafa ákveðið að birta ekki umrætt bréf til Guðjóns þegar umskiptingarnar stóðu yfir. "Ég leyfði mér að trúa að forsvarsmenn frjálslyndra og sérstaklega Guðjón myndu mæta þessari ákvörðun minni með reisn. Því miður hefur hið öndverða komið í ljós. Ég vona að birting bréfsins muni hreinsa mig af þeim ósannindum sem eftirstandandi þingflokkur frjálslyndra hefur haldið uppi og afhjúpi þá um leið sem rangt höfðu við."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi slitið hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Sjá meira