Hannes og andlega spektin 3. desember 2005 05:30 Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hannes Gissurarson, sem hefur mátt þola að listinn yfir villur í bók sem hann skrifaði slagaði upp í að vera álíka langur og bókin sjálf, sakar mig um ónákvæmni í grein hér í Fréttablaðinu í gær. Hann hefur nefnilega fundið staðreyndavillur í Jónsbók, og það skýrir kannski margt að það fyrsta sem hann nefnir og rekur ofan í mig er alls ekki í bókinni. Það er raunar kærkomið að fá að koma þessu að; Jóni Ólafssyni varð það á í messunni á blaðamannafundi að láta orð falla sem menn skildu sem svo að hann væri að saka skattrannsóknarstjóra, stakan bindindismann til áratuga, um að hafa sagt eitthvað á fylliríi, og hafa fleiri en Hannes orðið til að segja að þetta "rýri trúverðugleika Jónsbókar". En vel að merkja er ekkert um þetta í bókinni; þar er ekki eitt orð um áfengismál skattrannsóknarstjóra. Hannes segir einnig hafa verið rekið ofan í mig að Davíð Oddsson hafi talað um Jón Ólafsson í afmælisveislu fyrir sex árum. Öfugt við Hannes þá var ég í veislunni og hló með öðrum gestum þegar Davíð, sem þá hafði í um það bil viku fimbulfambað í öllum fjölmiðlum um kaup Jóns Ólafssonar á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, sagði eitthvað á þá leið að eiginlega hefði hann átt að lesa hér upp ljóð Þórarins Eldjárns: "Jón Ólafsson slysast". Sem vissulega fjallar um Jón Indíafara, en Davíð er gefin sú list að kunna að tala undir rós þannig að allir skilji, nema þeir einir sem eru gersneyddir öllum húmor; í gömlum íslenskum bókum er talað um þá sem skilji allt jarðlegum skilningi og sagt að þeim hafi ekki verið gefin andlega spektin, en það hef ég hingað til ekki talið eiga við Hannes Hólmstein. Annað sem Hannes nefnir er svo smávægilegt að það er ekki eyðandi að því orðum; á einum stað í bókinni stendur að 5. júlí '72 hafi Jón enn verið sextán ára, en þar átti að standa að hann hafi enn verið sautján ára; vantaði rúman mánuð í átján ára afmælið. Þessa villu var Hannes með á skilti á blaðamannafundinum sínum, eins og þeir sáu sem fylgdust með honum á NFS, og hún var líka tiltekin sem dæmi um trúverðugleikaskort Jónsbókar í klausu í "Blaðinu" fyrir nokkrum dögum. Villur af þessu tagi þykja lúmskar, fara gjarnan framhjá nákvæmustu yfirlesurum; eru reyndar kallaðar gagnsæjar því að fæðingardagur Jóns er tiltekinn á fyrstu síðu bókarinnar; reikningssnjallir menn sjá að hann var sautján en ekki sextán. Hannes kveinkaði sér undan því í Morgunblaðinu í liðnum mánuði að ég hefði vitnað í samræður okkar tveggja á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar án hans leyfis. Vissulega er það ekki til eftirbreytni, en var hugsað af minni hálfu sem góðlátleg stríðni við Hannes, sem frægur varð fyrir að vitna á prenti í óformlegt spjall á sömu kaffistofu. Og vel að merkja var það sem ég hef eftir Hannesi ekki hugsað til að gera lítið úr honum heldur þvert á móti; tilvitnuð orð hans eru fyndin og fróðleg. Hannes hefur sagt um Jónsbók að hana hafi ég "tekið saman á vegum Jóns Ólafssonar". Ég veit ekki alveg hvað hann á við með því; bókina skrifaði ég einfaldlega eða samdi, rétt eins og aðrar mínar bækur, og rétt eins og Hannes skrifar sínar, meðal annars þessa nýju um "Kiljan" - sem ég hef annars hugsað mér að lesa áður en ég úttala mig um hana frekar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar