Árni í formannsframboð? 3. febrúar 2005 00:01 MYND/HARI Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Háværar raddir eru uppi innan Framsóknarflokksins um að Árni Magnússon félagsmálaráðherra muni bjóða sig fram til formennsku í Framsóknarflokknum á flokksþinginu sem haldið verður í lok þessa mánaðar. „Það er of mikið um að vera á of mörgum stöðum í flokknum,“ sagði einn heimildamanna fréttastofu í morgun og átti þá við að hræringar síðustu daga gætu ekki þýtt annað en að stefnt væri að kosningum um stór embætti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer 25. til 28. febrúar. Langt er síðan menn slógu því föstu, innan flokks sem utan, að Árni væri krónprins Halldórs Ásgrímssonar, formanns Framsóknarflokksins, og því hófust umræður um það þegar í fyrra hvort hann myndi freista þess að styrkja stöðu sína á flokksþinginu með því að reyna að velta Guðna Ágústssyni úr varaformannsstólnum. Einn heimildarmanna fréttastofu benti á það í morgun að Árni Magnússon hefði lýst því yfir í viðtali skömmu fyrir áramót að hann færi hvorki gegn Guðna né Siv Friðleifsdóttur, ritara flokksins, á flokksþinginu. Það getur að sjálfsögðu breyst á nokkrum vikum en á það er á móti bent að Árni getur ekki talist viss um að vinna slíka kosningu og tap myndi veikja stöðu hans. Því hafa menn ráðið í atburði síðustu daga og telja líklegra að Halldór Ásgrímsson geti hugsað sér að víkja strax fyrir Árna og einbeita sér að forsætisráðherrastólnum það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Ein vísbending um að Árni ætli ekki gegn Guðna er hversu rólega hann taki valdabaráttu síðustu daga og tilburðum Árna og bróður hans Páls til að ná inn hópi þingfulltrúa á flokksþingið. Stuðningsmenn Guðna eru sagðir afar órólegir yfir atburðum síðustu daga og sjá þar merki um að vega eigi að Guðna, en á meðan sé Guðni sjálfur pollrólegur. Rótgrónir Framsóknarmenn eru ósáttir við vinnubrögð Árna og Páls og aðstoðarmanna þeirra. Þeir segja þá hafa notað eiginkonur sínar og aðstoðarmann Árna, Sigurjón Þórsson, til að ná völdum í Félagi framsóknarkvenna í Kópavogi sem geti tryggt þeim nokkra fulltrúa á flokksþinginu. Þar hafi verið náð í félagsmenn utan Kópavogs, meðal annars til Reykjavíkur, Selfoss og Hveragerðis, og að það sé ekki í anda þess sem iðkað hefur verið í Framsóknarflokknum í gegnum tíðina. Þá benda heimildarmenn fréttastofu á að bæði í Freyju og Félagi ungra framsóknarmanna í Kópavogi hafi verið ákveðið að fresta því að tilnefna fulltrúa félaganna á flokksþingið og sé það gert til að áform bræðranna Páls og Árna verði ekki augljós svo snemma. Menn bíða í eftirvæntingu eftir tveimur fundum framsóknarmanna í kvöld: annars vegar fundi Félags framsóknarmanna í Kópavogi, þar sem velja á 22 fulltrúar á flokksþingið, og hins vegar fundi í Framsóknarfélagi Reykavíkur suður en þar verða 59 fulltrúar á flokksþingið valdir. Niðurstaða fundanna getur haft veruleg áhrif á þróun mála á næstunni.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira