Sport

Kwame Brown settur í bann

Framherjinn Kwame Brown hjá Washington Wizards, hefur verið settur í bann út úrslitakeppnina af forráðamönnum liðsins, eftir að sló í brýnu milli hans og þjálfara liðsins. Brown hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann var valinn númer eitt í nýliðavalinu árið 2003 og hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum með Washington. Brown spilaði ekki með í fjórða leik Washington og Chicago í úrslitakeppninni og bar því við að hann væri með magavírus. Það hefur þó ekki fengist staðfest, en í gærkvöldi tilkynnti liðið að leikmaðurinn væri kominn í bann út úrslitakeppnina og yrðu því ekki meira með á þessu tímabili. Ekki er nákvæmlega vitað hvað fór á milli Brown og þjálfara liðsins, en eitthvað hefur augljóslega gengið á finnst leikmaðurinn fær þessa hörðu refsingu. Þetta þykir renna stoðum undir það að hann verði látinn fara frá Wizards í sumar, en samningur hans við félagið rennur út á þessu ári. Eddie Jordan, þjálfari Washington, hefur látið hafa það eftir sér að af nógum mannsskap sé að taka í framherjastöðunum hjá liðinu og segist ekki muna sakna Brown það sem eftir lifir úrslitakeppninnar.
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×