Á kajak um frosna paradís 4. maí 2005 00:01 Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís." Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Valdimar Leifsson, kvikmyndagerðarmaður, hefur farið víða en skemmtilegasta ferð sem hann hefur farið, og sú eftirminnilegasta var til Grænlands í harla spennandi erindagjörðum. "Þetta kom til í gegnum Róbert Schmidt veiðimann. Ég hafði gert þátt um hann sem fjallaði um kajakveiði og fljótlega eftir það fór hann að tala um að hann væri með kajakferðir til Grænlands og hvort ég vildi ekki koma með. Ég sagði strax já þó að ég hefði aldrei á kajak komið og við fórum að æfa okkur, bæði í sundlaugunum og svo líka úti á sjó. Haustið 2002 flugum við svo til Kulusuk á austurströnd Grænlands og fengum kajaka og svo var bara byrjað að róa. Ég, sá óvanasti í hópnum, var náttúrlega aftastur og allt gekk vel. Þetta var stórkostleg upplifun. Veðrið var stillt og aldrei rok og samt var hafís yfir sjónum og við rerum milli jakanna. Svo var bara gist í tjöldum og við vorum með mat með okkur sem við tókum með frá Íslandi. Ferðin stóð í viku en af þeim tíma vorum við að róa í fimm daga og sáum varla hræðu alla leiðina. Þetta eru svo rosalegar vegalengdir og ekkert nema bara fjöll og ís og það heillar mann líka." Þetta var langt í frá í fyrsta sinn sem Valdimar kemur til Grænlands. "Ég hef komið til Grænlands fimm sinnum áður og heillast alltaf meira og meira. Ég hafði reyndar farið áður með Róbert á sömu slóðir en þá á hundasleða sem var mjög ólík upplifun af sama svæði. Í hundasleðaferðinni héldum við upp á afmælið hans með þríréttaðri máltíð úti í grænlenska vetrinum og Grænlendingunum fannst mjög fyndið hvað við værum miklir dekurhanar. Grænlendingar eru yndislegt fólk, alltaf alveg í núinu og fortíð og framtíð skipta minna máli. Maður verður mjög afslappaður, símarnir virka ekki og svo er maður bara einn með náttúrunni." En náttúran er ekki hættulaus. "Ísinn er mjög hættulegur því það eru vakir á milli jaka sem skapa mikla strauma og stundum þarf að róa hratt. Ég myndaði alla ferðina og lenti einu sinni í vanda þegar ég klemmdist á kajaknum milli tveggja jaka. Ég slapp mjög naumlega en linsan af myndavélinni hvarf í djúpið. Við vorum líka frekar hætt komnir þegar við rerum upp að risastórum borgarísjaka og það var svo fallegt að við gleymdum okkur alveg. Allt í einu brotnaði úr jakanum og við áttum árum fjör að launa." Valdimar er að gera mynd um kajakferðina til Grænlands." Myndavélin var eiginlega skilyrði fyrir því að ég fengi að fara með. Ég er langt kominn með fimmtíu mínútna mynd þar sem ég flétta sögu Grænlands saman við ferðasöguna okkar. Ég geri myndina bæði á íslensku og ensku og ætla að sjá til hvort einhver sjónvarpsstöðin hefur kannski áhuga á henni." Myndina kallar Valdimar "Frosin paradís."
Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira