Bíll fyrir barnið og golfsettið 28. janúar 2005 00:01 Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn." Bílar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Helgi Þorsteinsson fjárfestir hefur átt mikinn fjölda bíla. Hann segir ástæðuna aðallega þá að hann sé óákveðinn og vilji prófa sem flestar týpur. Síðast skipti hann út BMW-inum sínum fyrir Grand Cheroke-jeppling árgerð 2000. Helgi á von á syni, sem áætlað er að komi í heiminn 3. febrúar, og honum fannst að BMW-inn yrði of lítill fyrir allt sem fylgir litlu barni að ógleymdu golfsettinu. Hann þvertekur þó skellihlæjandi fyrir að hann sé að fara í barneignafrí til að spila golf. "Ég er búinn að eiga jeppann í þrjá mánuði og ætla að halda í hann.Ég hef átt bílana mína að meðaltali í ár og aldrei nema einn í einu. En ég er mjög ánægður með þennan bíl, þetta er svona þægilegur og rúmgóður borgarjeppi sem ég mun örugglega eiga eitthvað áfram." Helgi segist vera með bílaáhugann í genunum en hann grúskar ekki í vélum bílanna sinna. "Ég nostra samt við þá og bóna til dæmis einu sinni í viku." Af öllum bílum Helga finnst honum BMW-inn standa upp úr. "Það var eðalbíll og í miklu uppáhaldi. En ég get alltaf eignast annan seinna. Nú gengur allt út á soninn sem ég hlakka ofboðslega til að eignast." En er bíll góð fjárfesting? Fjárfestirinn hugsar sig ekki um í sekúndubrot og svarar með einföldu nei-i. Fyrir utan bílaáhugann á golfið hug Helga allan. "Ég er búinn að vera í golfi í sex ár og bakterían er komin til að vera. Já, ég hef farið í holu í höggi," segir hann og hlær. "En það voru engin vitni svo það trúir mér enginn."
Bílar Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira