Sjálfstæðismenn fengju meirihluta 29. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sem gerð var um helgina, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í borgarstjórnarkosningunum árið 2002 fékk flokkurinn rúm 40 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt könnuninni nú, fengi Samfylkingin 29,7 prósent, eða fimm kjörna fulltrúa. Vinstri - grænir fengju einn borgarfulltrúa, en hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn, því tæplega fimm prósent sögðust kjósa Framsókn og aðeins ríflega tvö prósent sögðust kjósa Frjálslynda flokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segist fyrst og fremst þakklátur borgarbúum fyrir það traust sem þeir sýni sjálfstæðismönnium og hann lýsi því hér með yfir að þeir muni ekki bregðast þeim væntingum sem til þeirra séu gerðar. Vilhjálmur fagnar samkeppni um fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar næsta vor og segir samstarfið við Gísla Martein Baldursson hafa verið gott hingað til. Hann á von á skemmtilegri prófkjörsbaráttu. Hann vonist auðvitað til þess að hann fái traust til að leiða listann áfram og honum sýnist að árangur af starfi sjálfstæðismanna undir hans forystu sé nokkuð góður. Fylgi við flokkinn aukist í hverri könnuninni á fætur annarri. Þegar hann hafi tekið við sem oddviti hafi fylgið verið 41 prósent en nú sé það samkvæmt könnuninni 53,5 prósent og það verði að teljast nokkuð góður árangur. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segir lítið að marka skoðanakannanir, enda sé baráttan um borgina varla byrjuð. Það sé hins vegar ekkert nýtt að framsóknarmenn hafi komið illa út úr skoðanakönnunum. Fyrir síðustu þingkosningar hafi því verið spáð að Framsóknarflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann í Reykjavík en hann hafi fengið þrjá þegar upp hafi verið staðið. Það sama sé uppi á tengingnum varðandi borgarstjórnarkosningarnar. Fylgi flokksins nú slagi hátt upp í einn mann en hann spái því að flokkurinn eigi eftir að auka fylgi sitt mjög verulega fram að kosningum í maí á næsta ári. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í borginni, eða níu menn kjörna, ef kosið yrði til borgarstjórnar nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn. Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins, sem gerð var um helgina, sögðust 53,5 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, en í borgarstjórnarkosningunum árið 2002 fékk flokkurinn rúm 40 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt könnuninni nú, fengi Samfylkingin 29,7 prósent, eða fimm kjörna fulltrúa. Vinstri - grænir fengju einn borgarfulltrúa, en hvorki Framsóknarflokkurinn né Frjálslyndir næðu manni inn í borgarstjórn, því tæplega fimm prósent sögðust kjósa Framsókn og aðeins ríflega tvö prósent sögðust kjósa Frjálslynda flokkinn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, er ánægður með niðurstöðuna. Hann segist fyrst og fremst þakklátur borgarbúum fyrir það traust sem þeir sýni sjálfstæðismönnium og hann lýsi því hér með yfir að þeir muni ekki bregðast þeim væntingum sem til þeirra séu gerðar. Vilhjálmur fagnar samkeppni um fyrsta sæti lista sjálfstæðismanna fyrir kosningarnar næsta vor og segir samstarfið við Gísla Martein Baldursson hafa verið gott hingað til. Hann á von á skemmtilegri prófkjörsbaráttu. Hann vonist auðvitað til þess að hann fái traust til að leiða listann áfram og honum sýnist að árangur af starfi sjálfstæðismanna undir hans forystu sé nokkuð góður. Fylgi við flokkinn aukist í hverri könnuninni á fætur annarri. Þegar hann hafi tekið við sem oddviti hafi fylgið verið 41 prósent en nú sé það samkvæmt könnuninni 53,5 prósent og það verði að teljast nokkuð góður árangur. Alfreð Þorsteinsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segir lítið að marka skoðanakannanir, enda sé baráttan um borgina varla byrjuð. Það sé hins vegar ekkert nýtt að framsóknarmenn hafi komið illa út úr skoðanakönnunum. Fyrir síðustu þingkosningar hafi því verið spáð að Framsóknarflokkurinn fengi ekki einn einasta þingmann í Reykjavík en hann hafi fengið þrjá þegar upp hafi verið staðið. Það sama sé uppi á tengingnum varðandi borgarstjórnarkosningarnar. Fylgi flokksins nú slagi hátt upp í einn mann en hann spái því að flokkurinn eigi eftir að auka fylgi sitt mjög verulega fram að kosningum í maí á næsta ári.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira