Þrýst hart á íslensk stjórnvöld 9. febrúar 2005 00:01 Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira
Bandaríkjastjórn sótti hart að íslenskum stjórnvöldum að fara á lista hinna viljugu þjóða í Íraksstríðinu og það er þess vegna sem nafn Íslands lendir þar þann 18. mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra viðurkennir í viðtali að ákvörðunin um að fara á þennan lista hafi tengst hagsmunum Íslands í varnarsamningunum við Bandaríkin. Það vakti mikla athygli á sínum tíma og hefur valdið miklum deilum æ síðan að nafn Íslands birtist á lista innrásarþjóðanna í Írak. Fram að því hafði Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, ítrekað lýst því yfir að hann væri fylgjandi friðsamlegri lausn. Nákvæmlega á þessum tímapunkti, 18. mars, varð ekki séð að eitthvað hefði gerst í Íraksmálinu sjálfu sem kallaði á þessa vendingu íslenskra stjórnvalda. Í ítarlegu viðtali sem tekið var við Halldór seint í gær skýrir hann í fyrsta sinn frá því hvað nákvæmlega varð til þess að Ísland lenti á þessum lista. Halldór segir að Bandaríkjamenn hafi haft samband við íslensk stjórnvöld og beðið um pólistískan stuðning í málinu eins og gert hafi verið í mörgum öðrum málum. Ef Íslendingar hefðu neitað hefði það verið veruleg stefnubreyting af hálfu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Bandaríkjastjórn beitti miklum diplómatískum þrýstingi til að fá fram þessa niðurstöðu en Halldór segir eðlilegt að íslensk stjórnvöld standi með sínum helstu vinaþjóðum. Hann viðurkennir líta megi á Íraksmálið í samhengi við varnarhagsmuni Íslands og að óbeint tengist þetta varnarsamningunum. Það hafi hins vegar ekki verið nein bein tengsl á milli málanna. Ekki hafi verið nein loforð af hálfu Bandaríkjanna eða skilyrði af hálfu Íslendinga eins og komið hafi ljós rétt fyrir Alþingiskosningar 2003. Þarna er Halldór að vísa í ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að draga orrustuþoturnar einhliða frá Keflavíkurflugvelli. Það kom íslenskum stjórnvöldum í opna skjöldu, sérstaklega í ljósi þess að Ísland var nýbúið að veita Bandaríkjastjórn stuðning í Íraksmálinu. Viðtalið í heild sinni má sjá í Íslandi í dag á Veftíví. Þar lýsir Halldór meðal annars í fyrsta sinn þeirri athyglisverðu atburðarás sem leiddi að ákvörðuninni 18. mars, bregst við gagnrýni Steingríms Hermannssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, útskýrir samskiptin við Davíð, talar um það af hverju hann var ósáttur við lista Bandaríkjamanna og hvað hann hefði getað gert öðruvísi í þessu máli.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Sjá meira