Erlent

Útgáfufyrirtæki geta lögsótt

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að útgáfufyrirtæki geti höfðað mál gegn þeim fyrirtækjum sem hvetja viðskiptavini til að stela lögum og kvikmyndum af netinu. Úrskurðurinn þykir mikill sigur fyrir útgáfufyrirtæki sem hafa undanfarin ár barist hart fyrir þessum málum en gagnrýnendur segja þó að þetta gæti orðið til að hægja á þróun nýrrar tækni vegna hræðslu hugbúnaðarfyrirtækja á lögsóknum sem stjórnendum fyrirtækja þykja nógu margar nú þegar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×