Lagt við hlustir 18. mars 2005 00:01 Ég hef heyrt að margir blómaeigendur tali við blómin sín. Halda því fram að þau dafni betur. Ég veit ekki hvort hægt er að nota sömu aðferð á bíla en það margborgar sig hins vegar að hlusta á þá. Ef þú lærir að þekkja hljóðin í bílnum þínum heyrir þú strax ef aukahljóð bætist við. Aukahljóð orsakast af breytingu og breytingar í bílum eru sjaldnast af hinu góða. Byrjum á einföldu dæmi. Bíllinn startar hægt (nönn...nönn...nönn...). Hljóðið vísar til rafmagnsleysis. Annað dæmi væri ójafn gangur (brumm brumm hóst brumm). Gæti bent á ranga tímastillingu á kveikju eða vitlausa eldsneytisblöndu. Ef gangurinn er hins vegar mjög grófur og ójafn (hósthóst... hóst... hóst) er mótorinn sennilega ekki að sprengja í öllum strokkum. Þá athugar maður fyrst kerti og kertaþræði. Fjórða dæmið væri svo lágvært og ákaft tikkhljóð framan úr vél (gliggliggliggliggligg...). Í sumum vélum er það eðlilegt, í öðrum tilfellum borgar sig að drepa strax á bílnum og athuga stöðu á smurolíu áður en vélin skemmist. Rétt er að taka fram að þetta hljóð getur líka bent á önnur og meiri vandamál ef það hverfur ekki við að bæta smurolíu á vélina. Önnur hljóð sem gefa til kynna að það sé komið að varahlutakaupum eru til dæmis hvinur eða niður aftan úr bílnum (nnniiiiiiiiiiii), sem er merki um afturhjólalegu sem er á síðasta snúningi, og ískur í bremsum (ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ), sem getur til dæmis stafað af óhreinindum á bremsuklossum eða þá að klossarnir, bremsudiskarnir eða –skálarnar eru eyddar. Þegar ískrið í bremsunum er farið að breytast í surg (kkkggghrhhrrrr) eru bremsuklossarnir gjörsamlega búnir og ekki öruggt að keyra bílinn neitt nema á næsta verkstæði. Síðasta dæmið á þessum stutta og ótæmandi lista er gelt frá hjólum bílsins þegar þú keyrir í holur (bonk!) en það stafar oft af ónýtum dempurum. Næst þegar þú ert að keyra skaltu slökkva á útvarpinu og hlusta á bílinn þinn. Lærðu að þekkja öll hljóð í bílnum þegar hann er í lagi. Þá er ekki ólíklegt að þú komir "eyra" á bilun áður en hún fer að hafa veruleg áhrif. Það getur sparað þér tíma á verkstæði og stórar fjárhæðir. Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ég hef heyrt að margir blómaeigendur tali við blómin sín. Halda því fram að þau dafni betur. Ég veit ekki hvort hægt er að nota sömu aðferð á bíla en það margborgar sig hins vegar að hlusta á þá. Ef þú lærir að þekkja hljóðin í bílnum þínum heyrir þú strax ef aukahljóð bætist við. Aukahljóð orsakast af breytingu og breytingar í bílum eru sjaldnast af hinu góða. Byrjum á einföldu dæmi. Bíllinn startar hægt (nönn...nönn...nönn...). Hljóðið vísar til rafmagnsleysis. Annað dæmi væri ójafn gangur (brumm brumm hóst brumm). Gæti bent á ranga tímastillingu á kveikju eða vitlausa eldsneytisblöndu. Ef gangurinn er hins vegar mjög grófur og ójafn (hósthóst... hóst... hóst) er mótorinn sennilega ekki að sprengja í öllum strokkum. Þá athugar maður fyrst kerti og kertaþræði. Fjórða dæmið væri svo lágvært og ákaft tikkhljóð framan úr vél (gliggliggliggliggligg...). Í sumum vélum er það eðlilegt, í öðrum tilfellum borgar sig að drepa strax á bílnum og athuga stöðu á smurolíu áður en vélin skemmist. Rétt er að taka fram að þetta hljóð getur líka bent á önnur og meiri vandamál ef það hverfur ekki við að bæta smurolíu á vélina. Önnur hljóð sem gefa til kynna að það sé komið að varahlutakaupum eru til dæmis hvinur eða niður aftan úr bílnum (nnniiiiiiiiiiii), sem er merki um afturhjólalegu sem er á síðasta snúningi, og ískur í bremsum (ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ), sem getur til dæmis stafað af óhreinindum á bremsuklossum eða þá að klossarnir, bremsudiskarnir eða –skálarnar eru eyddar. Þegar ískrið í bremsunum er farið að breytast í surg (kkkggghrhhrrrr) eru bremsuklossarnir gjörsamlega búnir og ekki öruggt að keyra bílinn neitt nema á næsta verkstæði. Síðasta dæmið á þessum stutta og ótæmandi lista er gelt frá hjólum bílsins þegar þú keyrir í holur (bonk!) en það stafar oft af ónýtum dempurum. Næst þegar þú ert að keyra skaltu slökkva á útvarpinu og hlusta á bílinn þinn. Lærðu að þekkja öll hljóð í bílnum þegar hann er í lagi. Þá er ekki ólíklegt að þú komir "eyra" á bilun áður en hún fer að hafa veruleg áhrif. Það getur sparað þér tíma á verkstæði og stórar fjárhæðir.
Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira