Fundargerð orðin opinber 21. janúar 2005 00:01 Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Fréttablaðið birtir í morgun orðréttan texta upp úr fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis. Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur farið fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum nefndarinnar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Íslands við innrásina í Írak og um að Ísland skyldi vera sett á lista hinna staðföstu þjóða. Fundargerðir ríkisstjórnar eru undanþegnar almennum upplýsingarétti. Hins vegar er ríkisstjórn heimilt að taka sjálf ákvörðun um að birta slík gögn. Í 24. grein þingskaparlaga segir að nefndarmenn utanríkismálanefndar skuli einungis vera bundnir trúnaði um þá vitneskju sem þeir fá í nefndinni ef formaður eða ráðherra kveða svo á. Allar fundargerðir eru merktar sem trúnaðarmál. Ljóst er þó að formaður, ráðherra og nefndin sjálf geta sameiginlega aflétt trúnaði af fundargerðum. Fréttablaðið hefur hins vegar tekið ómakið af ráðamönnum með aðstoð einhvers eða einhverra nefndarmanna. Í blaðinu í dag kemur fram að Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hafi óskað eftir að fá að vita þann 21. mars 2003, þremur dögum eftir að Bandaríkjastjórn var tilkynnt um stuðninginn, hvernig Ísland hefði lent á lista yfir þrjátíu staðföst ríki. Halldór Ásgrímsson hafi svarað því til að það hefði gerst í samtölum milli embættismanna í forsætisráðuneyti og utanríkisráðuneyti þann 18. mars. Rannveig Guðmundsdóttir gagnrýndi harðlega á fundinum að svo stefnumótandi ákvörðun hefði verið tekin án samráðs við nefndina og undir það tók Steingrímur J. Sigfússon og sagði að ekkert hefði komið fram sem hefði gefið ástæðu til þess að Ísland myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Írak án undangenginnar ályktunar Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ekki náðist í Sólveigu Pétursdóttur, formann utanríkismálanefndar, fyrir fréttir. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ekki hafa lekið þessum upplýsingum í fjölmiðla. Hún segir að það sé hábölvað að upplýsingarnar séu komnar fram á þennan hátt því þetta þýði að bæði aðal- og varafulltrúar í utanríkismálanefnd liggi undir grun. Þórunn segir enn fremur að hún hefði fremur kosið að trúnaði hefði verið létt af upplýsingunum eins og þingflokkur Samfylkingarinnar hefði farið fram á í gær. Sú ákvörðun hefði þá átt að vera sameiginleg en nú séu upplýsingarnar komnar fram og þjóðin geti kynnt sér þær og dregið sínar ályktanir.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira