Sjálfstæðismenn fengju 9 fulltrúa 28. ágúst 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta borgarfulltrúa ef boðað yrði til sveitarstjórnakosninga nú samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðust 53,5 prósent myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Samkvæmt því myndi flokkurinn fá níu borgarfulltrúa. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2002 fékk Sjálfstæðisflokkurinn 40,2 prósent atkvæða og sex borgarfulltrúa kjörna. Samkvæmt sömu könnun sögðust 29,7 prósent myndu kjósa Samfylkingu og fengi hún þar af leiðandi fimm borgarfulltrúa. 8,8 prósent svarenda sögðust myndu kjósa Vinstri hreyfinguna grænt framboð sem fengi þá einn borgarfulltrúa. Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn fengju engan borgarfulltrúa kjörinn, en 4,8 prósent sögðust myndu kjósa Framsóknarflokkinn og 2,2 prósent sögðust myndu kjósa Frjálslynda flokkinn. Tæpt prósent sagðist myndu kjósa einhvern annan lista. Þeir flokkar sem nú mynda Reykjavíkurlistann hafa samkvæmt könnuninni stuðning 43,3 prósenta svarenda sem tóku afstöðu, en fengu 52,6 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 8 borgarfulltrúa. Frjálslyndi flokkurinn hlaut 6,1 prósent atkvæða í síðustu kosningum og einn borgarfulltrúa. Ef litið er til allra svarenda höfðu 34,1 prósent þeirra sem talað var við ekki gert upp hug sinn og sögðust óákveðin. Mun fleiri konur, segjast óákveðnar en karlar, en 40 prósent kvenna sögðust óákveðin en 28,3 prósent karla. Lítill munur er á afstöðu kynjanna til stjórnmálaflokkanna. Þó segjast heldur fleiri karlmenn, eða sex prósent þeirra sem taka afstöðu, myndu kjósa Framsóknarflokkinn, en 3,4 prósent kvenna. Þá eru konur aðeins líklegri til að kjósa Samfylkinguna en karlar, en 30,9 prósent kvenna sem tóku afstöðu sögðust myndu kjósa Samfylkingu á móti 28,8 prósentum karla. Könnun var gerð dagana 27. og 28. ágúst. Hringt var í 800 Reykvíkinga, skipt jafnt milli kynja og valið af handahófi úr þjóðskrá. Spurt var: "Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til borgarstjórnarkosninga nú?" og tóku 56,8 prósent svarenda afstöðu til spurningarinnar. "Ég er mjög ánægður með þær niðurstöður sem þessi skoðanakönnun sýnir. Við sjálfstæðismenn munum áfram og eftir næstu kosningar sýna borgarbúum að við stöndum undir þeim væntingum sem til okkar eru gerðar. Þó ber ávallt að hafa í huga að skoðanakannanir eru fyrst og fremst vísbendingar en ekki heilagur sannleikur," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, segir útkomu Samfylkingarinnar góða en telur eðlilegt að staða Sjálfstæðisflokksins mælist sterk um þessar mundir. "Mikið hefur verið fjallað um framboðsmál sjálfstæðismanna að undanförnu, fókusinn hefur verið á þeim. En fyrir Samfylkinguna eru þetta fínar niðurstöður og í samræmi við fylgi flokksins í borginni í síðustu þingkosningum." Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, segir niðurstöðuna ekki koma á óvart. "Ég hef oft séð það svartara en þetta," segir Alfreð.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sjá meira