Lífið

Barbapabbi beint frá Svíþjóð

Gamli góði Barbapabbi hefur verið að skjóta upp kollinum í nokkrum verslunum í Reykjavík, en það er fyrirtækið cul8r stendur fyrir því. Fyrirtækið cul8r (lesist sí-jú-leiter) er í eigu ungu hjónanna Hjörleifs Halldórssonar og Kristínu Stefánsdóttur sem bjuggu í landi Barbapabba, Svíþjóð, í nokkur ár. "Í Svíþjóð er allt svo barnvænt og þar sem við eigum sjálf tvö lítil börn, fannst okkur margt vanta hérlendis," segir Hjörleifur. Þau hjónin fluttu með sér heilmikið af skemmtilegum hönnunarhlutum fyrir börn sem varð til þess að þau stofnuðu fyrirtækið sitt. "Aðalfókusinn hjá okkur eru börn en þetta hefur undið upp á sig og nú erum við með heilmikið af hönnunarvörum fyrir fullorðna fólkið líka. Við erum með um 80 vöruflokka og eru þetta vörur eins og barbapabbadót, bókahillur, rúmföt, fatnaður, og barnavagnar, svo dæmi séu tekin," segir Hjörleifur. Hlutirnir hafa gerst mjög hratt og enn sem komið er þá eru þessar vörur einungis seldar í heimasölu. Hægt er að hafa samband við cul8r í síma 555 2125.
Bumbo baby sitter. Margverðlaunaður barnastóll fyrir börn sem farin eru að halda höfði kostar 5.900 kr.Mynd/E.Ól
Candy collection ljós kostar 8.000 kr.Mynd/E.Ól
Barbapabba fjölskylda. Collectors item. Frá 2.900 kr.Mynd/E.Ól
Barbapabbaglas og stútkanna. Kostar 500 & 600 kr.Mynd/E.Ól
Barbapabbadiskar kosta 800 kr.Mynd/E.Ól
Hvítlaukskort. Rifjárn til að rífa niður hvítlauk kostar 400 kr.Mynd/E.Ól
Upphengdar hillur fyrir tímarit og kiljubækur. Frá 12.000 kr.Mynd/E.Ól





Fleiri fréttir

Sjá meira


×