Tíska og hönnun

Sjúk í leðurjakka

"Ég held ég verði að segja leddarinn minn sem ég keypti mér í Köben," segir Þóra spurð um hvað sé algjörlega ómissandi í fataskápnum. "Svei mér þá, ég held ég sé í þessum jakka á hverjum einasta degi. Ég fór til Köben með vinkonu minni fyrir um það bil mánuði en ég hef það sem reglu að þegar ég fer til útlanda gef ég sjálfri mér leyfi til að kaupa jakka sem mér finnast flottir -- sama hvað þeir kosta. Ég kaupi mér aðallega leðurjakka því ég er gjörsamlega sjúk í leðurjakka."

Þóra fann hinn eina sanna leðurjakka fyrir nokkuð mörgum árum en hann er farinn yfir móðuna miklu sökum mikillar notkunar. "Ég gekk lengi vel í leðurjakka sem barnsmóðir pabba vinkonu minnar átti. Ég held ég hafi gengið í honum í sjö ár en þá var hann orðinn gatslitinn. Síðan hef ég leitað að staðgengli fyrir þennan jakka og held ég sé búinn að finna hann," segir Þóra og á þá auðvitað við nýja, danska leðurjakkann.

En ætli Þóra sé jafn fatasjúk og hún er leðurjakkasjúk? "Nei ég er alls ekki fatafrík. Ég get verið alveg eins og drusla en ég get líka verið algjör pæja."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×