Jóhannes Harðarson var í liði Start í dag þegar það gerði 1-1 jafntefli við Bodo/Glimt og Árni Gautur Arason varði mark Valerenga sem tapaði fyrir Rosenborg 2-0. Árni Gautur átti raunar sökina í fyrsta marki Rosenborg, þegar hann missti boltann klaufalega í markið eftir sendingu frá samherja.
Valerenga og Start efst
Start er í efsta sæti í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki dagsins, en aðeins ein umferð er eftir í deildinni. Valerenga er með jafn mörg stig og Start, en hefur lakara markahlutfall og því er ljóst að spennan verður gríðarleg í lokaumferðinni.