Á að flytja Bílddælinga til Kína? 9. júní 2005 00:01 Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, stendur fast við þá skoðun að flytja beri aflaheimildir til sjávarbyggða sem ekki njóta annarra auðlinda. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, kvaðst í Fréttablaðinu síðastliðinn þriðjudag ekki sjá hvernig útfæra ætti hugmyndir Kristins um flutning á 20 þúsund tonna kvóta til sjávarbyggða sem standa höllum fæti. "Ég held að það fari nærri lagi að við Halldór Ásgrímsson séum gersamlega á öndverðum meiði. Ég spyr: Er það eðlilegt að allur kvóti fari frá Stöðvarfirði til Dalvíkur? Fari frá Raufarhöfn til Akureyrar? Frá Bolungarvík til Grindavíkur? Frá Ísafirði til Akureyrar? Er það eitthvert lögmál í kerfinu sem má ekki hrófla við? Er það eitthvað sem menn taka bakföll yfir ef gerðar eru breytingar sem miða að því að kvóti og atvinna geti verið í þessum byggðarlögum áfram? Kvótakerfið er mannanna verk og með mannanna verkum er hægt að breyta því," segir Kristinn. Hann bendir á að það hafi verið stefna Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar í tíu ár að standa með opinberum aðgerðum fyrir atvinnuuppbyggingu sem grundvallast á því að nýta náttúruauðlindir heima í héraði. "Þannig hafa menn til dæmis ákveðið að nýta orkuna í fallvötnunum og lagt mikið á sig til þess að koma hlutunum í gang á Austurlandi og snúa íbúaþróuninni við. Og það hefur tekist. Það eru nokkur svæði sem hafa orðið útundan í þessum efnum, fyrst og fremst sjávarbyggðir. Ég segi: Það á að nýta auðlind þeirra, sem er fiskimiðin undan landi, til atvinnuuppbyggingar á þeirra svæði. Það á að ríkja sama stefna þar og er annars staðar á landinu þótt auðlindin sé önnur. Og ef menn vilja ekki breyta fiskveiðistjórnunarkerfinu til að gera það mögulegt spyr ég: Hvaða atvinnuuppbyggingu ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir á þessum stöðum á landinu? Störfin eru að fara úr landi. Störfin eru að leggjast niður vegna þenslu og hágengis krónunnar. Fólk er að missa vinnuna. Og hvað ætlar ríkisstjórnin að bjóða upp á fyrir þetta fólk. Á það að flytja til Kína?" spyr Kristinn H. Gunnarsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira