Lög flokksins heimila vorþing 15. janúar 2005 00:01 Vaxandi fylgi virðist vera við þá hugmynd innan Samfylkingarinnar að landsfundi flokksins verði flýtt og verði hann haldinn á vori komandi í stað hausts. "Hvort tveggja er heimilt samkvæmt lögum flokksins", segir Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hugmynd þessa efnis var rædd á fundi framkvæmdastjórnarinnar fyrr í vikunni og málið verður tekið upp aftur á fundi 24. janúar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samylkingarinnar segist "frekar jákvæður" á þessa hugmynd. "Ég er tilbúinn að hlýta óskum félaga minna ef þeir kjósa að halda fundinn í vor. Ég vil þó taka skýrt fram að ég er ekki upphafsmaður að þessari hugmynd. Það eru ýmsir kostir við þetta útfrá sjónarhóli flokksins og ég mun eins og alltaf hafa heill flokksins að leiðarljósi." Össur sækist eftir endurkjöri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að fyrri yfirlýsingar hennar um framboð standi og litlu skipti hvort kjörið verði í vor eða haust: "Ég sætti mig við hvort heldur sem er." Kostirnir við það að kjósa í vor eru fyrst og fremst þeir að stytta þann tíma sem formannsslagurinn standi. "Fjölmiðlarnir myndu fara hamförum í heila gúrkutíð ef fundurinn væri í haust" segir háttsettur flokksmaður. Einnig er bent á að flokkurinn verði í haust farinn að huga að sveitastjórnarkosningunum sem verða vorið 2006. Formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í póstkosningu og úrslit tilkynnt á landsfundi. Þar er síðan kosið í önnur embætti, til dæmis í embætti varaformanns. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að tapi Ingibjörg Sólrún fyrir Össuri geti hún boðið sig fram til varaformanns að nýju. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira
Vaxandi fylgi virðist vera við þá hugmynd innan Samfylkingarinnar að landsfundi flokksins verði flýtt og verði hann haldinn á vori komandi í stað hausts. "Hvort tveggja er heimilt samkvæmt lögum flokksins", segir Stefán Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar. Hugmynd þessa efnis var rædd á fundi framkvæmdastjórnarinnar fyrr í vikunni og málið verður tekið upp aftur á fundi 24. janúar. Össur Skarphéðinsson, formaður Samylkingarinnar segist "frekar jákvæður" á þessa hugmynd. "Ég er tilbúinn að hlýta óskum félaga minna ef þeir kjósa að halda fundinn í vor. Ég vil þó taka skýrt fram að ég er ekki upphafsmaður að þessari hugmynd. Það eru ýmsir kostir við þetta útfrá sjónarhóli flokksins og ég mun eins og alltaf hafa heill flokksins að leiðarljósi." Össur sækist eftir endurkjöri. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, segir að fyrri yfirlýsingar hennar um framboð standi og litlu skipti hvort kjörið verði í vor eða haust: "Ég sætti mig við hvort heldur sem er." Kostirnir við það að kjósa í vor eru fyrst og fremst þeir að stytta þann tíma sem formannsslagurinn standi. "Fjölmiðlarnir myndu fara hamförum í heila gúrkutíð ef fundurinn væri í haust" segir háttsettur flokksmaður. Einnig er bent á að flokkurinn verði í haust farinn að huga að sveitastjórnarkosningunum sem verða vorið 2006. Formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í póstkosningu og úrslit tilkynnt á landsfundi. Þar er síðan kosið í önnur embætti, til dæmis í embætti varaformanns. Þannig er ekkert því til fyrirstöðu að tapi Ingibjörg Sólrún fyrir Össuri geti hún boðið sig fram til varaformanns að nýju.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Fleiri fréttir Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Sjá meira