Afmælis kosningaréttar minnst 20. maí 2005 00:01 „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira
„Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélagsins.“ Þetta var fyrirsögnin á grein Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í Kvennablaðinu um þær gleðifregnir sem bárust frá Kaupmannahöfn sumarið 1915 að konum hefði verið veittur kosningaréttur og kjörgengi til Alþingis. Í ár eru liðin 90 ár frá þessum tímamótum og því er fagnað með ýmsum hætti. 19. júní 1915 undirritaði Danakonungur lög sem veittu konum, fertugum og eldri, kosningarétt og kjörgengi til Alþingis. Þessi lög voru ávöxtur áratugabaráttu, allt frá því að konur sem „áttu með sig sjálfar“, eins og það hét, öðluðust rétt til að kjósa til sveitarstjórna árið 1882. Í dag var haldið málþing um kosningarétt kvenna og áhrif hans í 90 ár og þar var meðal annars rætt um muninn á kynjunum í stjórnmálastarfi. Auður Styrkársdóttir stjórnmálafræðingur segir aðalmuninn á körlum og konum þann að konur hafi beitt sér mjög fyrir réttindum kvenna en karlar geri það ógjarnan. Auður segir konur einnig hafa einbeitt sér meira að velferðarmálum sem nú séu komin inn í stefnuskrár allra stjórnmálaflokka. Munurinn sé því að minnka. Ingibjörg H. Bjarnason var kjörin á þing fyrst kvenna, árið 1922 en 1983, rúmum 60 árum síðar, höfðu einungis 12 konur setið á þingi. Hlutfall kvenna á þingi hefur hækkað mjög síðan og er nú um 30 prósent sem er þó lægra en annars staðar á Norðurlöndum. Í nýlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins lenti Ísland í öðru sæti yfir þau lönd þar sem áhrif og völd kvenna voru mæld. Ýmsir höfðu á orði að þetta gæfi ekki rétta mynd af ástandinu. Það að kona var forseti í sextán ár skekkti myndina. Er þetta rétt? Auður segir niðurstöðu könnunarinnar mjög skrýtna og hún sé ekki í samræmi við þá mynd sem blasi við fólki hér heima. Að vísu standi íslenskar konur framarlega þegar litið sé yfir heiminn en þær vilji miða sig við það sem best er. Þegar litið sé á hlutfall kvenna á þingi hafi Ísland verið í 15. sæti í heiminum og í hennar huga sé það alls ekki nógu gott. Kúveiska þingið samþykkti nú á dögunum að veita konum kosningarétt eftir áralanga baráttu þarlendra kvenna. Þótt Íslendingar vilji að sjálfsögðu bera sig saman við það besta má ekki gleymast að um víða veröld eru konur - og í sumum tilfellum karlar líka - enn að berjast fyrir þessum mikilvæga rétti.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Hæstiréttur segir eignafærsluna milli kynslóða lögmæta Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Sjá meira