Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. nóvember 2024 11:26 Benedikt Ófeigsson fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Vísir/Arnar Hraun frá eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni rennur nú til austurs og ógnar ekki innviðum. Fáar vísbendingar eru um hvort landris sé hafið á ný eða ekki. Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Nyrsti hluti gígsins sýnir mesta virkni að sögn fagstjóra hjá Veðurstofu Íslands. „Gígurinn sem var í miðjunni og að fæða tunguna sem fór niður að Svartsengi virðist alveg dáinn. Við sjáum engin merki og höfum ekkert séð um að hann sé neitt mjög virkur ennþá, en það er vissulega ekki hægt að útiloka að það sé eitthvað að fara inn í hann,“ segir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri hjá Veðurstofu Íslands. Lítil hætta gagnvart innviðum Hraun úr nyrsta gígnum renni til austurs í átt að Fagradalsfjalli, og virkni úr honum frekar stöðug. „Hættan gagnvart innviðum hefur minnkað verulega síðustu tvo sólarhringana. Það eru góðar fréttir og í raun ekkert sem bendir til þess að verði neitt meira úr því, eins og staðan er núna.“ Erfitt sé að segja til um hvort landris sé hafið eða ekki, það komi sennilega í ljós eftir einhverja daga. Erfitt sé að segja til um hvað taki við, þegar þessu gosi lýkur. „Við sjáum í framhaldinu hvort það verði áframhaldandi landris. Ég á nú frekar von á því en ekki. Við höfum ekki séð það en það verður að koma í ljós bara.“ Á endanum komi ekkert gos Haft hefur verið eftir vísindamönnum að nú fari Sundhnúkagígaröðin að ljúka sér af. Benedikt segir þó ómögulegt að fullyrða að yfirstandandi gos sé það síðasta á svæðinu. „Við verðum örugglega að búast við því að það verði landris sem endar með því að það verði ekki gos, heldur bara hægist smám saman á og stöðvist. Hvenær það gerist og eftir hve mörg gos er bara ekki vitað. Það gætu verið núll gos eftir, og það gætu verið þrjú, fjögur gos eftir. Ég held að það sé ekki nokkur leið að spá fyrir um það, því miður,“ segir Benedikt.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Tengdar fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24 Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Nóttin var tíðindalítil á gosstöðvunum, samkvæmt náttúruvárvakt Veðurstofu Íslands. 27. nóvember 2024 06:24