Erlent

Kofi Annan í Níger

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna er nú í Níger þar sem hann fylgist með hjálparstarfi. Hann segist staðráðinn í því að taka höndum saman við frjáls félagasamtök um að koma hjálp til allra þeirra sem þurfa á henni að halda en hungursneyð er yfirvofandi í landinu. Þrátt fyrir þessi orð Kofi Annan sendu samtökin Læknar án landamæra frá sér yfirlýsingu þar sem framganga SÞ í Níger er gagnrýnd fyrir að aðstoðin berist of seint og í of litlum mæli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×