Þjóðin er klofin í afstöðu sinni 24. ágúst 2005 00:01 Fresturinn sem íraskir stjórnmálamenn tóku sér á mánudaginn til þess að ná samkomulagi um drög að framtíðarstjórnarskrá landsins rennur út í kvöld. Þetta er í annað sinn sem atkvæðagreiðslu um málið er frestað og endurspeglar sú staðreynd hversu erfið staðan er. Grundvallarágreiningur ríkir um mikilvæg atriði og því heldur ólíklegt að sátt náist um drögin þótt þingið muni að líkindum afgreiða plaggið. Vafasöm afgreiðsla Frestunin á mánudagskvöldið var raunar nokkuð óvænt og að öllum líkindum í trássi við bráðabirgðastjórnarskrá landsins. Þar er skýrt kveðið á um að þingið eigi að afgreiða drög að skránni 15. ágúst og síðan leggja plaggið undir atkvæði þjóðarinnar. Að öðrum kosti skal þingið leyst upp. Margir þingmenn, sérstaklega úr röðum súnnía, brugðust því ókvæða við þegar leiðtogar Kúrda og heittrúaðra sjía ákváðu einhliða að taka sér lengri frest til að vinna að málinu. Til þess að bæta gráu ofan á svart er að koma í ljós að völdin hafa að miklu leyti verið tekin af stjórnarskrárnefndinni - einu stofnuninni þar sem súnníar eiga fulltrúa í samræmi við fjölda sinn í landinu - og þess í stað hafa einstakir stjórnmálaleiðtogar sett saman textann. Þeir ætluðu svo að leggja drögin undir samþykkt þingsins á mánudaginn en þá settu nokkrir frammámenn úr röðum Kúrda og þeirra sjía sem vilja hlut íslam í stjórn landsins sem minnstan þeim stólinn fyrir dyrnar. Þeim líst illa á vægi íslam í stjórnarskránni og binda því vonir við að stjórnlagaþingið verði leyst upp og nýtt kosið þar sem heittrúaðir sjíar hafa minni völd. Þrjú helstu deilumálin Sem stendur eru þrjú atriði sem ágreiningurinn stendur um. Í fyrsta lagi eiga súnníar mjög erfitt með að sætta sig við hugmyndir Kúrda og heittrúaðra sjía um að Írak verði sambandsríki þar sem landinu yrði skipt á milli stóru hópanna þriggja: Kúrda, súnnía og sjía. Þeir voru tilbúnir til þess að fallast á að Kúrdar nytu sérstakra réttinda en þeim fannst óhugsandi að sjíar fengju sjálfstjórn og um leið yfirráð yfir stærstu olíulindum landsins. Í drögunum segir aðeins að Írak eigi að verða "þingbundið lýðræðislegt sambandslýðveldi," en ekki er farið nánar út í hversu miklum völdum eigi að dreifa í héruðin. Í öðru lagi líst súnníum og sérstaklega Kúrdum illa á vægið sem íslam virðist eiga að fá í stjórn landsins. Reyndar er kveðið á um í drögunum að trúin sé ein af grundvallarstoðum löggjafarinnar - ekki eina grundvallarstoðin - en í næstu grein er skrifað að ekki megi setja nein lög sem brjóti í bága við íslömsk lög. Þótt skýrt sé kveðið á um einstaklingsfrelsi í trúarefnum í uppkastinu þá er ljóst að heittrúaðir sjíar hafa náð sínu fram í þessum efnum. Þessi niðurstaða þarf samt í sjálfu sér ekki að koma á óvart, nágrannaríkið Íran er klerkaríki og stjórnmálalíf í flestum öðrum ríkjum Mið-Austurlanda er mjög mótað af íslam. Í þriðja lagi eru súnníar svo afar óhressir með að "Baath-flokkur Saddams" sé sérstaklega bannaður í stjórnarskránni enda voru þeir uppistaðan í flokknum þegar hann var við völd. Þjóðaratkvæðagreiðslan Sjíar og Kúrdar hafa öruggan meirihluta á íraska þinginu og því má búast við að drögin verði afgreidd þaðan í kvöld. Stóra spurningin er hins vegar hvort íraska þjóðin muni leggja blessun sína yfir þau í atkvæðagreiðslunni 15. október. Ef tveir þriðju hlutar íbúa í þremur af átján héruðum landsins segja nei öðlast stjórnarskráin ekki gildi og kjósa verður um nýtt stjórnlagaþing. Allar líkur eru taldar á að Anbar og Salah al-Din-héruðin felli plaggið en þar eru súnníar þorri íbúanna - og ólíkt janúarkosningunum ætla þeir ekki að láta sig vanta í þessum. Þá þarf ekki nema eitt hérað í viðbót til þess að vinna síðustu sjö mánuða sé fyrir gýg og vargöldin í landinu haldi áfram sem aldrei fyrr. Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Fresturinn sem íraskir stjórnmálamenn tóku sér á mánudaginn til þess að ná samkomulagi um drög að framtíðarstjórnarskrá landsins rennur út í kvöld. Þetta er í annað sinn sem atkvæðagreiðslu um málið er frestað og endurspeglar sú staðreynd hversu erfið staðan er. Grundvallarágreiningur ríkir um mikilvæg atriði og því heldur ólíklegt að sátt náist um drögin þótt þingið muni að líkindum afgreiða plaggið. Vafasöm afgreiðsla Frestunin á mánudagskvöldið var raunar nokkuð óvænt og að öllum líkindum í trássi við bráðabirgðastjórnarskrá landsins. Þar er skýrt kveðið á um að þingið eigi að afgreiða drög að skránni 15. ágúst og síðan leggja plaggið undir atkvæði þjóðarinnar. Að öðrum kosti skal þingið leyst upp. Margir þingmenn, sérstaklega úr röðum súnnía, brugðust því ókvæða við þegar leiðtogar Kúrda og heittrúaðra sjía ákváðu einhliða að taka sér lengri frest til að vinna að málinu. Til þess að bæta gráu ofan á svart er að koma í ljós að völdin hafa að miklu leyti verið tekin af stjórnarskrárnefndinni - einu stofnuninni þar sem súnníar eiga fulltrúa í samræmi við fjölda sinn í landinu - og þess í stað hafa einstakir stjórnmálaleiðtogar sett saman textann. Þeir ætluðu svo að leggja drögin undir samþykkt þingsins á mánudaginn en þá settu nokkrir frammámenn úr röðum Kúrda og þeirra sjía sem vilja hlut íslam í stjórn landsins sem minnstan þeim stólinn fyrir dyrnar. Þeim líst illa á vægi íslam í stjórnarskránni og binda því vonir við að stjórnlagaþingið verði leyst upp og nýtt kosið þar sem heittrúaðir sjíar hafa minni völd. Þrjú helstu deilumálin Sem stendur eru þrjú atriði sem ágreiningurinn stendur um. Í fyrsta lagi eiga súnníar mjög erfitt með að sætta sig við hugmyndir Kúrda og heittrúaðra sjía um að Írak verði sambandsríki þar sem landinu yrði skipt á milli stóru hópanna þriggja: Kúrda, súnnía og sjía. Þeir voru tilbúnir til þess að fallast á að Kúrdar nytu sérstakra réttinda en þeim fannst óhugsandi að sjíar fengju sjálfstjórn og um leið yfirráð yfir stærstu olíulindum landsins. Í drögunum segir aðeins að Írak eigi að verða "þingbundið lýðræðislegt sambandslýðveldi," en ekki er farið nánar út í hversu miklum völdum eigi að dreifa í héruðin. Í öðru lagi líst súnníum og sérstaklega Kúrdum illa á vægið sem íslam virðist eiga að fá í stjórn landsins. Reyndar er kveðið á um í drögunum að trúin sé ein af grundvallarstoðum löggjafarinnar - ekki eina grundvallarstoðin - en í næstu grein er skrifað að ekki megi setja nein lög sem brjóti í bága við íslömsk lög. Þótt skýrt sé kveðið á um einstaklingsfrelsi í trúarefnum í uppkastinu þá er ljóst að heittrúaðir sjíar hafa náð sínu fram í þessum efnum. Þessi niðurstaða þarf samt í sjálfu sér ekki að koma á óvart, nágrannaríkið Íran er klerkaríki og stjórnmálalíf í flestum öðrum ríkjum Mið-Austurlanda er mjög mótað af íslam. Í þriðja lagi eru súnníar svo afar óhressir með að "Baath-flokkur Saddams" sé sérstaklega bannaður í stjórnarskránni enda voru þeir uppistaðan í flokknum þegar hann var við völd. Þjóðaratkvæðagreiðslan Sjíar og Kúrdar hafa öruggan meirihluta á íraska þinginu og því má búast við að drögin verði afgreidd þaðan í kvöld. Stóra spurningin er hins vegar hvort íraska þjóðin muni leggja blessun sína yfir þau í atkvæðagreiðslunni 15. október. Ef tveir þriðju hlutar íbúa í þremur af átján héruðum landsins segja nei öðlast stjórnarskráin ekki gildi og kjósa verður um nýtt stjórnlagaþing. Allar líkur eru taldar á að Anbar og Salah al-Din-héruðin felli plaggið en þar eru súnníar þorri íbúanna - og ólíkt janúarkosningunum ætla þeir ekki að láta sig vanta í þessum. Þá þarf ekki nema eitt hérað í viðbót til þess að vinna síðustu sjö mánuða sé fyrir gýg og vargöldin í landinu haldi áfram sem aldrei fyrr.
Erlent Fréttir Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent