Steggjaæði og gæsafyllerí 13. júní 2005 00:01 Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun