Erlent

Jórdönskum kaupsýslumanni sleppt

Mannræningjar í Írak hafa sleppt jórdönskum kaupsýslumanni úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi ræningjunum 100 þúsund Bandaríkjadali, andvirði sex milljóna íslenskra króna, í lausnargjald. Bróðir mannsins greindi frá þessu í dag og sagði bróður sinn hafa sloppið úr prísundinni í gær en honum var rænt á laugardag. Írakskir mannræningjar hafa rænt meira en 150 útlendingum á síðustu mánuðum, ýmist í fjárhagslegum eða pólitískum tilgangi. Allur gangur er á því hvort hinir rændu hafa verið myrtir eða þeim sleppt.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×