Þegar Bernhöftstorfu var bjargað Guðmundur Magnússon skrifar 15. febrúar 2005 00:01 Bernhöftstorfan svokallaða, húsalengjan í brekkunni á milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, er ein helsta prýði miðborgar Reykjavíkur. Þessi fallegu og vel hirtu gömlu hús, sem byggð voru á 19. öld, hafa við sig einhvern þokka sem höfðar sterkt til fólks. En húsin hafa ekki alltaf notið vinsælda í borginni. Um miðja öldina fannst mörgum bæjarbúum þau vera minnismerki um þá tíð þegar Íslendingar voru ósjálfstæðir og fátækir og gátu ekki reist sér vegleg og reisuleg steinhús. Það var á þeim tíma þegar Íslendingar voru nýlega búnir að fá sjálfstæði, voru fullir vanmetakenndar gagnvart umheiminum og skömmuðust sín fyrir fátækt fyrri alda. Þeim var sérstaklega umhugað um að láta útlendinga sjá að hér byggi þjóð sem gæti byggt hús eins og í útlöndum. Hafist var handa um að rífa gömul timburhús og torfhús um land allt. Húsin á Bernhöftstorfunni voru á þessum tíma frekar illa útlítandi, eðlilegu viðhaldi hafði ekki verið sinnt lengi og umgengni um þau var ekki til fyrirmyndar. Stórhuga framkvæmdamenn og stjórnmálamenn vildu losna við þau. Þeir kölluðu þau "fúaspýtur" og "dönsk kofaræksni". Í staðinn vildu þeir fá nýtísku glæsibyggingar á svæðið. Árið 1970 samþykkti ríkistjórnin að húsin skyldu víkja fyrir nýju stórhýsi handa Stjórnarráðinu. En til þess kom ekki. Í kjölfarið urðu mestu deilur sem hér hafa orðið um húsvernd og menningarsögulegar minjar. Dagblöðin birtu greinar um efnið vikum og mánuðum saman. Kappræðufundir og borgarafundir voru haldnir. Málið var rætt á Alþingi og í borgarstjórn. Halldór Laxness tók til varna fyrir húsin. Í frægri grein hans, "Brauð Reykjavíkur", sem birt var í Morgunblaðinu sumarið 1971, sagði skáldið m.a.: "Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okkur kyrrlátlega og kurteislega um þá tíð þegar Ísland var að vakna til kröfu um að íslenska væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgíngurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum; þeir komu líka til að baka okkur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur." Með þessum orðum vísaði skáldið til þess að í endahúsinu við Bankastræti stóð lengi frægt bakarí sem húsaröðin dregur nafn sitt af. Árið eftir, 1972, voru Torfusamtökin stofnuð, en þau eru kennd við húsin. Að þeim stóðu ýmsir einstaklingar, samtök listamanna og öll æskulýðsfélög stjórnmálaflokkanna. Markmið samtakanna var að vekja fólk til vitundar um menningarverðmæti og mikilvægi þess að varðveita minjar um húsasögu borgarinnar. Um tvö þúsund manns sóttu útifund við Bernhöftstorfuna á fullveldisdaginn þetta ár og stofnfundur Torfusamtakanna var síðan haldinn í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Húsverndarhreyfingin var þverpólitísk en líklega má segja að hún hafi í upphafi átt sterkastar rætur í 68-kynslóðinni svokölluðu sem reis upp gegn ýmsum hefðbundnum skoðunum og viðmiðunum á þessum árum. Vinstri stjórnin sem sat á þessum tíma var staðráðin í því að hafa kröfurnar um friðun Bernhöftstorfunnar að engu. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði að húsin væru engin borgarprýði. En andstaðan við niðurrif þeirra varð víðtækari og almennari með hverju árinu sem leið og stjórnvöld treystu sér ekki til að framfylgja stefnu sinni um niðurrif húsanna. Þau veittu leyfi til þess að húsin yrðu hituð upp og hreinsuð og þannig komið í veg fyrir eyðileggingu þeirra. Þau gerðu heldur ekki athugasemd þegar stór hópur húsverndarfólks birtist óvænt á svæðinu laugardaginn 19. maí 1973 og hóf að mála húsin. Myndin sem fylgir greininni er frá þeim atburði en hann vakti gífurlega athygli í borginni. Árið 1977 brunnu tvö húsanna og er talið að í þeim hafi verið kveikt. Tveimur árum seinna ákvað Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra að fallast á tillögur um friðun þeirra. Það var 7. ágúst 1979. Í kjölfarið var Torfusamtökunum falið að stjórna endurbyggingu og lagfæringu húsanna. Í framhaldinu var síðan hafinn ýmiss konar rekstur þar og þar eru nú tvö vinsæl veitingahús, Lækjarbrekka og Humarhúsið. Líklega eru þeir fáir sem ekki taka undir að húsin í núverandi mynd eru bæjarprýði. Baráttan fyrir björgun Bernhöftstorfunnar markaði þáttaskil í húsvernd hér á landi. Húsafriðunarsjónarmið fengu fótfestu um land allt. Hvarvetna fylgdu menn fordæminu og endurbættu og lagfærðu gömul hús í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust. Fyrir vikið eru Íslendingar ríkari þjóð en ella í menningarlegum skilningi. Fyrirhugað niðurrif 25 gamalla húsa við Laugaveg vekur upp þá spurningu hvort húsverndarsjónarmið eigi undir högg að sækja. Athyglisvert er að það eru sömu einstaklingarnir sem nú rísa til varnar Laugaveginum og voru í fararbroddi fyrir björgun Bernhöftstorfunnar. Getur verið að yngri kynslóðir átti sig ekki á mikilvægi húsverndar? Er gamla vanmetakenndin kannski að ganga í endurnýjun lífdaganna? Þetta eru spurningar sem full ástæða er til að hugleiða.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Bernhöftstorfan svokallaða, húsalengjan í brekkunni á milli Bankastrætis og Amtmannsstígs, er ein helsta prýði miðborgar Reykjavíkur. Þessi fallegu og vel hirtu gömlu hús, sem byggð voru á 19. öld, hafa við sig einhvern þokka sem höfðar sterkt til fólks. En húsin hafa ekki alltaf notið vinsælda í borginni. Um miðja öldina fannst mörgum bæjarbúum þau vera minnismerki um þá tíð þegar Íslendingar voru ósjálfstæðir og fátækir og gátu ekki reist sér vegleg og reisuleg steinhús. Það var á þeim tíma þegar Íslendingar voru nýlega búnir að fá sjálfstæði, voru fullir vanmetakenndar gagnvart umheiminum og skömmuðust sín fyrir fátækt fyrri alda. Þeim var sérstaklega umhugað um að láta útlendinga sjá að hér byggi þjóð sem gæti byggt hús eins og í útlöndum. Hafist var handa um að rífa gömul timburhús og torfhús um land allt. Húsin á Bernhöftstorfunni voru á þessum tíma frekar illa útlítandi, eðlilegu viðhaldi hafði ekki verið sinnt lengi og umgengni um þau var ekki til fyrirmyndar. Stórhuga framkvæmdamenn og stjórnmálamenn vildu losna við þau. Þeir kölluðu þau "fúaspýtur" og "dönsk kofaræksni". Í staðinn vildu þeir fá nýtísku glæsibyggingar á svæðið. Árið 1970 samþykkti ríkistjórnin að húsin skyldu víkja fyrir nýju stórhýsi handa Stjórnarráðinu. En til þess kom ekki. Í kjölfarið urðu mestu deilur sem hér hafa orðið um húsvernd og menningarsögulegar minjar. Dagblöðin birtu greinar um efnið vikum og mánuðum saman. Kappræðufundir og borgarafundir voru haldnir. Málið var rætt á Alþingi og í borgarstjórn. Halldór Laxness tók til varna fyrir húsin. Í frægri grein hans, "Brauð Reykjavíkur", sem birt var í Morgunblaðinu sumarið 1971, sagði skáldið m.a.: "Á Bernhöftstorfunni standa enn fáein heldur lágreist hús. Ef ætti að brúka um þau lýsingarorð dytti manni helst í hug að kalla þau yfirlætislaus vinhlý og prúðmannleg og mundu þær einkunnir ekki vera því fjarri að auðkenna þá menn ýmsa sem í þá daga settu bæjarbraginn í Reykjavík eða jafnvel töluðu fyrir landið og þjóðina. Það væri ágætt ráð að rífa ekki þessi lágu fríðu hús sem tala við okkur kyrrlátlega og kurteislega um þá tíð þegar Ísland var að vakna til kröfu um að íslenska væri töluð í Reykjavík; þá tíð sem var áður en hávaðinn kom og belgíngurinn. Danskir menn komu hér af ýmsum hvötum; þeir komu líka til að baka okkur brauð, vort daglegt brauð. Hér bjó Brauð Reykjavíkur." Með þessum orðum vísaði skáldið til þess að í endahúsinu við Bankastræti stóð lengi frægt bakarí sem húsaröðin dregur nafn sitt af. Árið eftir, 1972, voru Torfusamtökin stofnuð, en þau eru kennd við húsin. Að þeim stóðu ýmsir einstaklingar, samtök listamanna og öll æskulýðsfélög stjórnmálaflokkanna. Markmið samtakanna var að vekja fólk til vitundar um menningarverðmæti og mikilvægi þess að varðveita minjar um húsasögu borgarinnar. Um tvö þúsund manns sóttu útifund við Bernhöftstorfuna á fullveldisdaginn þetta ár og stofnfundur Torfusamtakanna var síðan haldinn í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll. Húsverndarhreyfingin var þverpólitísk en líklega má segja að hún hafi í upphafi átt sterkastar rætur í 68-kynslóðinni svokölluðu sem reis upp gegn ýmsum hefðbundnum skoðunum og viðmiðunum á þessum árum. Vinstri stjórnin sem sat á þessum tíma var staðráðin í því að hafa kröfurnar um friðun Bernhöftstorfunnar að engu. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra sagði að húsin væru engin borgarprýði. En andstaðan við niðurrif þeirra varð víðtækari og almennari með hverju árinu sem leið og stjórnvöld treystu sér ekki til að framfylgja stefnu sinni um niðurrif húsanna. Þau veittu leyfi til þess að húsin yrðu hituð upp og hreinsuð og þannig komið í veg fyrir eyðileggingu þeirra. Þau gerðu heldur ekki athugasemd þegar stór hópur húsverndarfólks birtist óvænt á svæðinu laugardaginn 19. maí 1973 og hóf að mála húsin. Myndin sem fylgir greininni er frá þeim atburði en hann vakti gífurlega athygli í borginni. Árið 1977 brunnu tvö húsanna og er talið að í þeim hafi verið kveikt. Tveimur árum seinna ákvað Ragnar Arnalds þáverandi menntamálaráðherra að fallast á tillögur um friðun þeirra. Það var 7. ágúst 1979. Í kjölfarið var Torfusamtökunum falið að stjórna endurbyggingu og lagfæringu húsanna. Í framhaldinu var síðan hafinn ýmiss konar rekstur þar og þar eru nú tvö vinsæl veitingahús, Lækjarbrekka og Humarhúsið. Líklega eru þeir fáir sem ekki taka undir að húsin í núverandi mynd eru bæjarprýði. Baráttan fyrir björgun Bernhöftstorfunnar markaði þáttaskil í húsvernd hér á landi. Húsafriðunarsjónarmið fengu fótfestu um land allt. Hvarvetna fylgdu menn fordæminu og endurbættu og lagfærðu gömul hús í stað þess að rífa þau umhugsunarlaust. Fyrir vikið eru Íslendingar ríkari þjóð en ella í menningarlegum skilningi. Fyrirhugað niðurrif 25 gamalla húsa við Laugaveg vekur upp þá spurningu hvort húsverndarsjónarmið eigi undir högg að sækja. Athyglisvert er að það eru sömu einstaklingarnir sem nú rísa til varnar Laugaveginum og voru í fararbroddi fyrir björgun Bernhöftstorfunnar. Getur verið að yngri kynslóðir átti sig ekki á mikilvægi húsverndar? Er gamla vanmetakenndin kannski að ganga í endurnýjun lífdaganna? Þetta eru spurningar sem full ástæða er til að hugleiða.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun