Auknar heimildir til rannsóknar 15. febrúar 2005 00:01 Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármálaeftirlitið fær auknar heimildir til að rannsaka mál samkvæmt nýju lagafrumvarpi um verðbréfaviðskipti, þar á meðal til að kyrrsetja gögn og fá aðgang að gögnum um símtöl og fjarskipti. Má segja að með þessu sé verið að taka hálft skref því á meðan heimild til að beita sektum er enn takmörkuð er hætta á árekstrum við lögreglu. Forstjórar Kauphallarinnar og Fjármálaeftirlitsins kynntu í dag yfirlýsingu um samstarf þar sem verkaskipting hefur verið skýrð og gerð opinber. Trúverðugleiki er grundvöllur viðskipta á hlutabréfamarkaði og að miklu leyti byggist hann á trausti á virku eftirliti. Virkt eftirlit byggist svo aftur á að verkaskipting sé klár og skilvirkni mikil. Annar mikilvægur þáttur er gegnsæi. Komið er til móts við þær óskir að hluta í nýju frumvarpi um verðbréfaviðskipti. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að enginn vafi sé á því að aukið gegnsæi muni hafa þau áhrif að menn hagi sér í sumum tilvikum öðruvísi og varlegar en þeir hafi gert í einhverjum tilvikum áður. Samkvæmt nýja frumvarpinu fær Fjármálaeftirlitið auknar heimildir til að rannsaka mál en ekki til þess að ljúka þeim. Þá vaknar sú spurning hvort ekki sé verið að hætta á það að svipuð vandræði skapist og þegar Ríkislögreglustjóraembættið og Samkeppnisstofnun slógust um sama mál, olíumálið fræga. Páll Gunnar segir að eftir því sem keðja í úrlausn mála sé flóknari aukist hættan á slíkum vandræðum. Fjármálaeftirlitið hafi varpað því fram, og í raun sé það stefnumörkun innan Evrópusambandsins, að auka heimildir eftirlitsstofnana til að ljúka málum með stjórnvaldssektum. Þá leið verði að skoða hér á landi eins og annars staðar í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira